Svona breyttist líf Björns Inga við að hætta að drekka

Björn Ingi Hrafnsson er búinn að vera edrú í fimm …
Björn Ingi Hrafnsson er búinn að vera edrú í fimm mánuði. Ljósmynd/Facebook

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans segir að líf hans hafi tekið stökkbreytingum til batnaðar eftir að hann hætti að drekka áfengi. 

„Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.

Ég er enn bara nýnemi á þessari braut og á mikið eftir ólært, en gleðst yfir hverjum degi þar sem maður er besta útgáfan af sjálfum sér en ekki sú versta, betri faðir barnanna sinna, getur sinnt fjölskyldunni betur, ræktað líkama og sál í stað þess að deyfa tilfinningarnar og fresta því sem þarf að takast á við,“ segir Björn Ingi á facebook-síðu sinni. 

Hann segist hafa kynnst fjölda fólks sem er í sömu sporum sem biður æðri mátt um aðstoð til að ná tökum á eigin lífi. 

Hér eru topp tíu atriði yfir það sem Björn Ingi upplifi við þessa breytingu:

1. Betra jafnvægi, andlegt og líkamlega.

2. Kvíðinn er horfinn.

3. Maður vaknar í sama standi og þegar maður sofnar og þarf ekki að raða óljósum minningabrotum saman með tilheyrandi vanlíðan.

4. Maður er aldrei þunnur.

5. Maður er alltaf til staðar.

6. Börnin hafa eignast miklu betri föður.

7. Peningasparnaðurinn er mikill.

8. Líkamleg heilsa hefur snarbatnað.

9. Útlit og líðan tekur stakkaskiptum.

10. Maður er hreinskilinn í samskiptum og einlægur.

— Ég mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu.

En þessa ákvörðun verður hver og einn að taka fyrir sig.

mbl.is