Heiða og Helgi gengu í hjónaband um afmælishelgina

Heiða Ólafsdóttir og Helgi Páll Helgason gengu í það heilaga …
Heiða Ólafsdóttir og Helgi Páll Helgason gengu í það heilaga á laugardag. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Heiða Ólafsdóttir og hugbúnaðarverkfræðingurinn Helgi Páll Helgason gengu í hjónaband á laugardaginn. Brúðkaupið fór fram á afmælisdegi Helga sem varð 44 ára en Heiða á afmæli í dag og fagnar 40 ára afmæli sínu. 

Ástin virðist ætíð svífa yfir vötnum þessa helgi hjá parinu en Helgi fór á skeljarnar þann 25. júlí í fyrra, daginn á milli afmælisdaga þeirra. 

Heiða skrifaði fallega afmæliskveðju til Helga á afmælisdeginum hans og brúðkaupsdeginum þeirra og sagði margar ástæður vera fyrir því af hverju hún elskar hann. „Við eigum svo vel saman, hlægjum eins og vitleysingar, elskum að upplifa og njóta og svona gæti ég lengi talið. Við eigum svo falleg líf saman og ég get ekki beðið eftir öllum árunum okkar þangað til við verðum eldgömul og grá. Í dag tökum við síðan lokaskrefið í að sameinast því í dag giftumst við. Ég hlakka til að vera góð við þig alla daga elsku fallegi unnusti og verðandi eiginmaður. Elska þig af öllu hjarta,“ skrifaði Heiða. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is