Sjáðu kjólinn sem Vogue heldur ekki vatni yfir

Leikkonan Ana de Armas leit óaðfinnanlega út á frumsýningu nýju …
Leikkonan Ana de Armas leit óaðfinnanlega út á frumsýningu nýju Bond kvikmyndarinnar að mati Vogue. mbl.is/Instagram

Það má vera að ekki hafi farið mikið fyrir leikkonunni Önu de Armas á frumsýningu nýju Jemes Bond-kvikmyndarinnar No Time To Die en tímaritið Vogue segir að hún hafi algjörlega hitt á rétta nótu í tískunni. 

Armas leikur fagran fulltrúa CIA sem aðstoðar Bond í leiðangri sínum um veröldina. Rauður varalitur og svartur klassískur kjóll er klæðnaður hennar í kvikmyndinni og fór hún ekki svo langt frá þeirri persónu á frumsýningu kvikmyndarinnar. 

Leikkonan, sem er andlit Estée Lauder, klæddist fallegum kjól frá Louis Vuitton prýddum föngulegum steinum. Hún var með skartgripi frá Chopard og að sjálfsögðu förðuð með vörunum frá Lauder.

Hugmyndin að útliti fyrir frumsýninguna var fengin frá útliti Michelle Pfeiffer í Scarface. Hún notaði Estée Lauder Advanced Night Repair og Pure Color Envy Sculpting-augnskuggann í Fiery Saffron. Pure Color Envy-varaliturinn í Intense Nude-litnum varð fyrir valinu sem og Double Wear Stay in Place-farðinn svo eitthvað sé nefnt. 

Vogue

Leikkonan Ana de Armas á frumsýningu kvikmyndarinnar No Time to …
Leikkonan Ana de Armas á frumsýningu kvikmyndarinnar No Time to Die nýverið. mbl.is/AFP
mbl.is