Eftirsóknarverðustu einhleypu skvísurnar

Í lífsins ólgusjó er ekki einfalt mál að finna sér lífsförunaut. Smartland Mörtu Maríu lagðist í rannsóknarvinnu og fann út hvaða glæsikonur eru einhleypar um þessar mundir. 

Íris Tanja Flygenring

Leikkonan Íris Tanja Í. Flygenring er á lausu. Íris hefur gert það gott í sjónvarpi allra landsmanna undanfarnar vikur en hún fer með hlutverk í þriðju þáttaröð af Ófærð. Íris fór einnig á kostum í þáttaröðinni Kötlu á Netflix fyrr á þessu ári. Íris er mikill töffari, bæði í þáttunum og raunheimum, og mikill grínisti líka.

Tanja Íris Flygenring.
Tanja Íris Flygenring. Skjáskot/Instagram

Kamilla Einarsdóttir

Rithöfundurinn og bókavörðurinn Kamilla Einarsdóttir er ein flottasta kona landsins. Kamilla sendi frá sér skáldsöguna Tilfinningar eru fyrir aumingja nú fyrir jólin en það er hennar önnur skáldsaga.

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Tinna Sigurðardóttir

Inga Tinna Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Dineout. Inga Tinna er margt til listanna lagt og hefur mörg fjölbreytt áhugamál. Hún er einnig snillingur í að velja veitingastaði til að snæða á og hefur ferðast víða um heiminn. 

Inga Tinna Sigurðardóttir
Inga Tinna Sigurðardóttir

Ragnheiður Birgisdóttir

Ragnheiður Birgisdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og bókmenntafræðingur, er á lausu. Ragnheiður er mikill snillingur sem kann að halda uppi stuðinu. Hún er með meistaragráðu í bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og kann vel við sig í Kóngsins Kaupmannahöfn. Ragnheiður elskar að hreyfa sig, fara í leikhús og síðast en ekki síst að lesa góða bók. 

Íris Björk Tanya Jónsdóttir

Íris Björk Tanja Jóns­dótt­ir skart­gripa­hönnuður og eig­andi Vera Design er á lausu. Íris er ein­stök smekk­mann­eskja sem hef­ur unun af því að gera upp íbúðir og hús­næði. Í kring­um Írisi er alltaf allt upp á tíu og aldrei far­in hálf leið í neinu.

Íris Björk Tanya Jónsdóttir.
Íris Björk Tanya Jónsdóttir. mbl

Anna Lilja Lýðsdóttir

Anna Lilja Lýðsdóttir er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi en hún er hagfræðingur að mennt. Hún starfar í dag sem verkefnastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Controlant en var áður einn af lykilstarfsmönnum Arctic Adventure. Anna Lilja er frábær á skíðum og elskar fátt meira en að renna sér í fjallinu. Þá er hún dugleg að leika sér á fjallahjóli yfir sumartíminn og ferðast um landið.

Anna Lilja Lýðsdóttir
Anna Lilja Lýðsdóttir mbl.is/Bjarni Helgason

Kara Kristel Á. Signýjardóttir

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel sló fyrst í gegn með kynlífsbloggi fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur hún látið til sín taka á samfélagsmiðlum þar sem hún gefur góð ráð varðandi sambönd, snyrtivörur og allt á milli himins og jarðar.

Margrét Valdimarsdóttir

Margrét Valdimarsdóttir er doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Margrét hefur látið til sín taka í samfélagsumræðunni undanfarin ár.

Margrét Valdimarsdóttir.
Margrét Valdimarsdóttir. mbl.is/Golli

Helga Kristín Jóhannsdóttir

Helga Kristín Jónsdóttir er verkfræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri hjá Marel. Helga er mikill töffari sem finnst fátt skemmtilegra en að renna sér á snjóbretti, leika sér á fjallahjóli, fara í fjallgöngur og stunda stangveiði.

Helga Kristín Jóhannsdóttir.
Helga Kristín Jóhannsdóttir. mbl.is/Bjarni Helgason

Sólveig Eiríksdóttir

Solla Eiríks er án efa ein sú eftirsóknarverðasta á landinu. Hún er líka einn besti kokkur á landinu og hefur lifað og hrærst í heilsuheiminum undanfarin 30 ár. Solla skildi fyrr á árinu en hún var gift Elíasi Guðmundssyni.

Sólveig Eiríksdóttir.
Sólveig Eiríksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auður Jónsdóttir

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir er einstaklega skemmtileg og gáfuð kona. Hún hefur sent frá sér fjölda bóka undanfarin ár og í ár sendir hún frá sér skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið.

Auður Jónsdóttir.
Auður Jónsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tanja Ýr Ástþórsdóttir

Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrum fegurðardrottningin Tanja Ýr er einhleyp um þessar mundir. Tanja er snjöll og sniðug viðskiptakona og rekur nú þrjú fyrirtæki. Hún heldur einnig námskeið um markaðssetningu og stofnun fyrirtækja. Tanja elskar ferðalög og er mikið á flakki um heiminn. 

Tanja Ýr Ástþórsdóttir.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Skjáskot/Instagram

Þórunn Antonía Magnúsdóttir

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er á lausu. Þórunn er flutt til Reykjavíkur frá Hveragerði. Þórunn er hress og skemmtileg og treður reglulega upp á bestu börum borgarinnar. Það er alltaf líf og fjör í kringum Þórunni. 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Signý W. Ragnarsdóttir

Elín Signý er dansari hjá íslenska dansflokknum og mikil ævintýramanneskja. Hún er bæði brimbretta- og snjóbrettakona og er dugleg að sýna frá ferðalögum sínum á vinsælli Instagram-síðu sinni. Það er alltaf stuð og stemning í kringum Elínu Signýju sem er alltaf tilbúin í að hoppa í næsta foss.

Elín Signý W. Ragnarsdóttir.
Elín Signý W. Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Víðir B.

Þórunn Pálsdóttir

Fasteignasalinn og verkfræðingurinn Þórunn Pálsdóttir er í lausagangi. Þórunn er metnaðarfull og klár kona. Hún er mikill fagurkeri og kann svo sannarlega að gera fallegt í kringum sig. 

Þórunn Pálsdóttir.
Þórunn Pálsdóttir. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál