Kristjana sagði já

Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eru trúlofuð.
Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eru trúlofuð. Parið greindi frá þessu í sameiginlegri færslu á Instagram í gær. 

Kristjana og Haraldur hafa verið saman um nokkurra ára skeið og eiga von á sínu fyrsta barni í sumar. „Auðveldasta já-ið,“ skrifaði Kristjana við fallegar myndir af þeim við tjörnina í miðborg Reykjavíkur. 

Kristjana er íþróttafréttakona á Rúv og hefur einnig verið spyrill Gettu Betur síðustu ár. Haraldur er einn færasti kylfingur landsins og hefur spilað á mótum víða um heim. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is