Jafnar sig eftir fitusog og brjóstaminnkun

Tónlistarkonan Doja Cat er á batavegi eftir að hafa farið …
Tónlistarkonan Doja Cat er á batavegi eftir að hafa farið í fitusog og brjóstaminnkun. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Doja Cat er nú að jafna sig eftir að hafa gengist undir lýtaaðgerð, en hún fór nýlega í fitusog og brjóstaminnkun. 

Cat greindi frá þessu á Twitter á mánudaginn þar sem hún upplýsti aðdáendur sína að hún væri á batavegi. „Mér líður allt í lagi. Ég fór í fitusog svo mér verkjar mjög í lærin ef ég hreyfi mig of mikið. En ég er að jafna mig mjög hratt,“ tísti hún. 

Þá útskýrði hún einnig fyrir aðdáanda sem gerði ráð fyrir því að hún hafi farið í fituflutning að hún hefði einungis látið fjarlægja fitu, ekki sett hana á annað svæði. Þá sagði hún að brjóstin á henni hefðu verið minnkuð niður í stærð 32C.

Tónlistarkonan gerir ráð fyrir að bataferlið taki þrjá mánuði. Hún virðist þegar vera ánægð með árangurinn ef marka má tíst hennar síðustu daga. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál