Hljóp hálft maraþon í jakkafötum

Pétur Ívarsson hljóp hálft maraþon í jakkafötum.
Pétur Ívarsson hljóp hálft maraþon í jakkafötum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi jakkafatahlaup hjá mér eru eiginlega bara afsökun fyrir því að hlaupa á lélegum tíma. Ég hef verið meiddur undanfarið og ekkert hlaupið i nokkrar vikur. Ég reyndi að fá einhvern í staðinn fyrir mig með þeim skilyrðum að viðkomandi mætti ekki hlaupa hraðar en 01:29:30. Ég vildi alls ekki fá skráðan á mig tíma sem ég ætti ekki. Það gekk ekki svo ég ákvað bara að hlaupa. Þar sem ég stefndi fyrr í sumar á undir 01:26:00 og engin innistæða fyrir því nú voru jakkaföt frábær afsökun og hljóp á 01:41:08. Þetta var mjög jafnt og flott skemmtilegt hlaup,“ segir Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss-búðarinnar. Pétur var að sjálfsögðu í jakkafötum frá Hugo Boss enda klæðist hann ekki öðru ef hlaupaföt eru undanskilin. Þetta er því alls ekki í fyrsta skipti sem hann hleypur í jakkafötum.

„Ég hef svo hlaupið Gamlárshlaup ÍR nokkrum sinnu í jakkafötum þá er ég alltaf að koma úr svakalegum vinnumánuði þar sem ég hleyp ekkert og þá koma fötin aftur til hjálpar. Svo er önnur ástæða, hef nokkrum sinnum lent í því sjálfur að einhver gaur í búning sem blæs ekki tekur fram úr mér í heilu maraþoni og það er óþolandi. Svo hef ég lúmskt gaman af þessu. Reyndar hefur alltaf verið tekið fram úr mér í maraþoni ef tíminn hefur verið yfir 03:10:00 eftir það sleppur maður við helvítis búningagaurana.“

Veðrið í hlaupinu gær gerði Pétri örlítið erfitt fyrir því það rigndi á tímabili. 

„Það var heldur erfiðara að hlaupa í jakkafötunum núna en í Gamlárshlaupinu þar sem það rigndi í upphafi og blaut jakkaföt eru ekki bestu hlaupaföt í heimi,“ segir hann. 

Pétur byrjaði að hlaupa 2007 og hefur upplifað allskonar á hlaupaferlinum. 

„Eins og allir miðaldra gaurar og gellur sem eru að vasast í þessu þá er maður alltaf meiddur annað slagið. Ég hljóp fyrsta maraþonið 2007. Eigum við ekki bara að segja að það sé upphafið þó ég hafi dútlað eitthvað áður. Í framhaldinu tók ég 4 maraþon og svo hljóp ég ekkert frá apríl 2009-janúar 2012 því ég var slæmur í bakinu á þessum tíma. Síðan hef ég hlaupið mjög skipulega.“

Pétur segir að fólk þurfi ekki að hafa neina hæfileika á íþróttasviðinu til að geta hlaupið. 

„Ég hef sagt í gamansömum samanburði að þessi hlaupadella er svona „revenge of the nerds“ það er að til þess að vera alveg þokkalegur götuhlaupari top 10% hópnum þarftu vera góðan fókus á markmiðið og æfa skipulega. Flestir þessara hlaupara eru vel menntaðir og rosalega skipulagðir og voru aldrei aðalgaurarnir eða gellurnar í fótbolta eða handbolta í skóla. En í dag eru þetta flottustu gaurarnir og gellurnar þegar þeir hitta gömlu skóla félagana reunion-um skóla sinna og hafa afrekað eitthvað sem gömlu hetjurnar aðeins dreymir um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál