20 kg of þung og þráir brjóstaminnkun

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í brjóstaminnkun. 

Sæl Þórdís, 

ég nota brjóstahaldara af stærðinni 36 GG og dreymir um að hafa minni brjóst. Ég get ekki legið á bakinu eða maganum út af þeim og sit mjög oft hokin því ég fæ í bakið af þunganum. Það eru tvær ástæður sem stoppa mig samt í að fara í aðgerð, kostnaður og hræðsla við aðgerðina sjálfa og eftirkvilla. Nú sá ég í annarri fyrirspurn að ef það þarf að taka 500 gr. af hvoru brjósti taka sjúkratryggingar þátt í kostnaðinum. Hvar get ég fengið upplýsingar um hvort ég falli undir það ákvæði? Ég er einnig í yfirþyngd, ca. 20 kg, þarf ég að missa þau öll til að geta farið í aðgerðina og myndi það ekki hafa áhrif á þyngdina sem þarf að taka af brjóstunum?

 

Kv. GG

Sæl GG og takk fyrir spurninguna.

Þú getur alltaf pantað þér tíma á stofu hjá lýtalækni og séð hvort þú eigir rétt á brjóstaminnkun á sjúkrahúsi. En ef þú ert ca. 20 kg yfir kjörþyngd þá fellur þú líklega ekki innan kerfisins. Jú þyngdin hefur vissulega áhrif á hve mikið er tekið af brjóstunum. Ef þú myndir síðan léttast mikið eftir aðgerðina er líklegt að þau kg færu mikið af brjóstunum sem var verið að minnka þannig að lítið verður eftir. Þess vegna er svo mikilvægt að vera sem næst sinni kjörþyngd þegar lagt er í þessa aðgerð. Fyrir utan það að fleiri fylgikvillar tengdir aðgerðinni eru líklegri hjá konum í yfirþyngd. En alltaf gott að hitta lækni á stofu og fá ráðleggingar. 

Með bestu kveðjum og gangi þér vel.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

 

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál