Léttist um 50 kg og þráir stærri brjóst

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem langar í svuntuaðgerð og brjóstastækkun. 

Sæl,

Ég hef nýverið grennst um 50 kíló og langar að láta laga líkamann í kjölfarið. Ég þarf að fara í brjóstastækkun og svuntuaðgerð og langaði að forvitnast hvort það væri eitthvað sem mælti gegn því að ég færi fyrst í brjóstastækkunina?

Kveðja, 

sú létta

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og til hamingju með árangurinn!

Þegar konur ætla sér að fara bæði í svuntu- og brjóstaaðgerð eftir mikið þyngdartap er það mín reynsla að þær vilja flestar byrja á svuntunni. Það er líklega vegna þess að það er auðveldara að „klæða af sér“ og „fela“ lítil/tóm brjóst en svuntu. Annars skiptir engu máli á hvoru þú byrjar en ég mæli ekki með að gera hvort tveggja í sömu svæfingu, sérstaklega ef þörf er á að lyfta brjóstunum. Þú byrjar bara á því sem þér finnst liggja meira á.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál