Svona færðu glamúrus partíhár

Baldur Rafn Gylfason, eigandi bpro, setti glamúrpartíbylgjur í Sigrúnu Bender, eiginkonu sína, með ROD 5-djúpbylgjujárninu frá HH Simonsen sem er eitt af hans uppáhaldsjárnum. Baldur játar að Sigrún sé eiginlega betri en hann í að setja djúpbylgjurnar í hárið á sér en hann segir að galdurinn sé að vanda sig alls ekki of mikið. 

Baldur Rafn segir að grunnurinn þurfi að vera góður svo hárgreiðslan heppnist vel og haldist í hárinu. Hann setti Heat Protection og Volume Mousse frá label.m í hárið og líka Blow Out Spray í lengdina. Hann setti líka örlitla olíu í endana og svo var hárið blásið áður en það var bylgjað með partíjárninu. Hann segir að það sé gott að blása hárið á hvolfi til að fá sem mesta lyftingu í rótina. Þegar búið er að blása hárið má slétta það örlítið í endana áður en hafist er handa við að bylgja það. 

„Þegar járnið er notað er bæði flott að nota það mjög gróflega með því að taka nokkra stóra lokka óreglulega og klípa í. Ef það á að taka þetta alla leið er hárinu skipt upp og teknar skiptingar ein af annarri til að hámarka útkomuna,“ segir Baldur Rafn og bætir við: 

„Til að fullkomna greiðsluna í lokin notaði ég Powder to wax til að fá sterkari og rokkaða áferð, Texture wax spray til að gera meira úr hárinu og Texture wax stick alveg í lokin til að taka litlu barnahárin. Hægt er að leyfa hárinu að njóta sín eins og það er eftir járn eða snúa á hvolf og hrista vel við rótina. Það er líka fallegt að greiða í gegnum hárið með bursta. Í öllu þessu er bara ein regla og hún er að draga ekki fingurna í gegnum hárið frá rót til endanna, það magnar rafmagn og ýfir hárið.“

Baldur Rafn segir að það skipti máli að fólk æfi sig með járnin til þess að finna sinn stíl. 

„ROD 5-djúpbylgjujárnið er svo þægilegt og auðvelt að það er erfitt að klúðra. Þetta járn er eiginlega svindl því nánast hvaða hár sem er verður flott þegar búið er að setja járnið í það,“ segir hann.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda