Eru brjóstin á mér ónýt?

Íslensk kona er hrædd um að brjóstin á henni séu …
Íslensk kona er hrædd um að brjóstin á henni séu ónýt. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér barst henni spurning frá íslenskri konu sem fór í brjóstalyftingu fyrir fjórum árum en vill alls ekki hafa þá lengur. Hún er hrædd og óttaslegin. 

Sæl,

 

Ég fór í brjóstalyftingu með minnstu púðunum fyrir 4 árum og væri til í að losna við púðana. Munu brjóstin þá líta fáránlega út? Er ekki hægt að laga aftur brjóst sem hafa gengið í gegnum brjóstalyftingu?

Kveðja,

ein hrædd um að brjóstin séu ónýt

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir spurninguna,

ég get byrjað á því að segja þér að brjóstin þín eru ekki ónýt þrátt fyrir að hafa farið í brjóstalyftingu með púðum. Vissulega er líklegt að þú munir missa fyllingu í efri hluta brjóstanna ef þú fjarlægir einungis púðana án þess að endurgera lyftinguna. Það er líklegt að þú þurfir nýja lyftingu um leið og púðarnir eru fjarlægðir vegna þess að teygst hefur á húðinni þó að púðarnir hafi verið litlir. Ef þú sættir þig við að hafa minna fyllt brjóst og púðarnir eru mjög litlir þá lætur þú einfaldlega fjarlægja púðana. Ég mæli með því að þú skoðir þetta með þínum lýtalækni og hann hjálpi þér að taka ákvörðun.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.  

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál