Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

Skiptir máli hvort sólarvörn sé SPF 50 eða 30?
Skiptir máli hvort sólarvörn sé SPF 50 eða 30?

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu um val á sólarvörn. 

Sæl Jenna. 

Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?

Kveðja, K

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

 

Sæl K.

Já að vissu leyti. Það er ekki svo mikill munur á SPF 30 og 50 sólarvörn ef hún er borin á í þykku lagi. Þá verndar sólarvörn með SPF 30 um 96-97% gegn geislum sólarinnar á meðan sólarvörn með SPF 50 verndar um 98%. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að það er bara um fjórðungur sem notar þykkt lag eins og á að gera og flestir smyrja allt of þunnt á sig. Þá er stór munur á því að bera á sig sólarvörn með SPF 30 eða SPF 50, þar sem 50 verndar mun betur. Ég mæli alltaf með notkun á sólarvörn með SPF50 eða hærri, aldrei lægri en SPF30.

Kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál