Engar glansmyndir hjá Keaton

Keaton birtir oft skemmtilegar myndir af fötum sínum.
Keaton birtir oft skemmtilegar myndir af fötum sínum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Diane Keaton er ekki bara frábær leikkona heldur stórsnjöll á samfélagsmiðlinum Instagram. Keaton birtir reglulega myndir af fötum sínum með skemmtilegum skilaboðum undir. 

Hún hefur fengið mikla athygli fyrir fatastíl sinn, en fyrr árinu birti hún mynd af gallabuxum sem þóttu heldur óhefðbundnar í sniði. 

Segja má að Keaton noti Instagram á heldur óhefðbundinn máta, en myndirnar sem hún birtir af sjálfri sér eru sko alls engar glansmyndir heldur heiðarlegar sjálfur og speglamyndir. Hún á marga aðdáendur, en tæplega 970 þúsund manns fylgjast með henni á Instagram. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir myndir sínar frá öðrum stjörnum í Hollywood sem hvetja hana áfram og gefa henni ráð í athugasemdum.  

View this post on Instagram

TODAY'S OUTFIT: WHAT DO YOU THINK? IT'S FINE TO WEAR WHITE YEAR ROUND, RIGHT? I SAY "YES!" WHAT THE HELL?!⠀

A post shared by Diane Keaton (@diane_keaton) on Feb 11, 2019 at 12:50pm PST
mbl.is