Ekki hrifin af því að þvo brjóstahaldara

Stella McCartney hugsar allt út frá umhverfisvernd.
Stella McCartney hugsar allt út frá umhverfisvernd. mbl.is/AFP

Bítladótturinni og fatahönnuðinum Stellu McCartney er umhugað um umhverfisvernd. Í viðtali við The Guardian segir hún það geta verð ósanngjarnan leik að keppa við hin tískuhúsin þar sem hún hefur sett sér þann ramma að vinna úr umhverfisvænni efnum en almennt er gert. McCartney fer ekki eftir bara eftir þessu í vinnunni heldur einnig í einkalífinu eins og sést af hegðun hennar í þvottahúsinu. 

Fatahönnuðurinn er ekki feiminn við að segja að tískuheimurinn sé sá iðnaður sem skaði plánetuna næstmest. Hún var því meðal annars spurð hvaða skoðun hún hefði á hreinsunum.  

McCartney segist hafa fylgst vel með fagkunnáttu klæðskera á einni þekktustu klæðskeragötu í heimi, Savile Row, á námsárum sínum. Þar lærði hún að það ætti ekki að hreinsa klæðskerasniðin jakkaföt. „Þú snertir þau ekki. Þú leyfir skítnum að þorna og strýkur hann svo í burtu,“ sagði McCartney sem hefur tamið sér svipuð viðhorf í lífinu.

„Ef þú þarft ekki nauðsynlega að þrífa eitthvað, ekki gera það. Ég myndi ekki skipta um brjóstahaldara á hverjum degi og ég hendi ekki bara dóti í þvottavélina af því það er búið að nota það. Ég er ótrúlega hreinleg sjálf en ég er ekki aðdáandi hreinsana eða annarra þvottaaðferða í rauninni.“

Stella McCartney með eiginmanni sínum Alasdhair Willis.
Stella McCartney með eiginmanni sínum Alasdhair Willis. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál