Katrín skiptir um stíl

Katrín vill vera nútímalegri.
Katrín vill vera nútímalegri. AFP

Samkvæmt heimildarmanni People er Katrín hertogaynja af Cambridge að vinna að því að breyta stílnum sínum. „Katrínu leið eins og hún væri föst í ákveðnum stíl og langaði til að vera aðeins meira ögrandi. Hún hefur unnið í því að yngja upp stílinn sinn og reynt að vera aðeins nútímalegri,“ segir heimildarmaðurinn.

Katrín hefur klæðst fleiri sumarkjólum þetta sumarið og kjólum með stuttum ermum. Í skírn Archie Harrison litla klæddist hún bleikum kjól frá Stellu McCartney, sem fellur klárlega að þeim stíl sem hún og stílistinn hennar Natasha Archer hafa reynt að ná.

Katrín klæddist flottum stuttermakjól frá Alexander McQueen þegar hún fór …
Katrín klæddist flottum stuttermakjól frá Alexander McQueen þegar hún fór á Wimbledon-mótið í síðustu viku. AFP
Katrín klæddist sjúklega flottum bleikum kjól frá Stellu McCartney í …
Katrín klæddist sjúklega flottum bleikum kjól frá Stellu McCartney í skírn Archie. Samsett mynd
Katrín var sumarleg þegar hún fór á ljósmyndanámskeið á dögunum.
Katrín var sumarleg þegar hún fór á ljósmyndanámskeið á dögunum. AFP
mbl.is