Katrín og Meghan í bláu en hvor var flottari?

Katrín og Meghan voru báðar í bláu fimmtudaginn 7. nóvember.
Katrín og Meghan voru báðar í bláu fimmtudaginn 7. nóvember. Samsett mynd

Hertogaynjurnar Katrín og Meghan voru báðar í alvarlegum erindagjörðum á fimmtudaginn með eiginmönnum sínum þeim Vilhjálmi og Harry. Í stað þess þó að klæðast svörtu völdu þær báðar að klæðast bláu. Katrín var í bláum kjól en Meghan í blárri kápu.

Katrín er þekkt fyrir að klæðast klassískum flíkum en á fimmtudaginn var hún einmitt í einum slíkum. Kjóllinn sem er klæðskerasniðinn er aðsniðinn og tekinn saman í mittið með belti í stíl. Katrín var í húðlituðum sokkabuxum og svörtum klassískum hælaskóm við. 

Katrín var í dökkbláum kjól.
Katrín var í dökkbláum kjól. AFP

Meghan var í hlýrri fötum enda var hún viðstödd minningarathöfn utandyra. Meghan klæddist afar áferðarfallegri dökkblárri kápu sem hún tók saman með svörtu belti. Hún var með dökkbláan hatt í stíl. Undir kápunni glitti í síðan svartan kjól og var hún í svörtum háum krumpustígvélum við. 

Meghan í blárri kápu og svörtum stígvélum.
Meghan í blárri kápu og svörtum stígvélum. AFP

Stóra spurningin er hvor þeirra var flottari? Hertogaynjurnar voru að vanda báðar mjög fallega klæddar. Meghan virðist þó fylgjast betur með nýjustu tískustraumum en mágkona sín. Katrínar bíður hins vegar það hlutverk að verða drottning og er líklega best fyrir verðandi drottningar að forðast tískuslys með góðu safni af klassískum kjólum í fatskápnum. 

Meghan í dökkblárri kápu.
Meghan í dökkblárri kápu. AFP
mbl.is