Með varanleg ör eftir ódýrar varafyllingar

Siana O'Conor eftir síðustu varafyllingaraðgerð sem hún fór í.
Siana O'Conor eftir síðustu varafyllingaraðgerð sem hún fór í. Skjáskot

Hin 24 ára gamla Siana O'Connor er með varanleg lýti og ör á vörunum eftir að hún fékk sér ódýrar varafyllingar sem reyndust vera gallaðar. 

O'Connor sagði í viðtali við Hertfordshire Mercury að hún hafi orðið mjög upptekin af vörum sínum eftir að varafyllingar urðu vinsælar á meðal áhrifavalda og stórstjarna. 

Hún ákvað að fá sér varafyllingar eftir að hafa dáðst að konum sem litu vel út með varafyllingar. Hún segir þó að vinkonur hennar hafi alltaf sagt henni að hún þyrfti alls ekki varafyllingar. 

Hún varar nú aðrar konur við að fá sér fyllingar eftir að hafa sjálf lent í miklum vandræðrum með ódýrar fyllingar. Hún fékk sér fyrst varafyllingar í apríl árið 2016 og segist hafa orðið mjög háð því. 

„Maður verður mjög háður því eftir að maður sér muninn og mann langar bara í meiri fyllingu,“ sagði O'Connor. Allt gekk vel fyrstu árin og fór hún reglulega í varafyllingar sem kostuðu lítið.

Svona var O'Conor áður en hún fór að láta fylla …
Svona var O'Conor áður en hún fór að láta fylla í varir sínar. skjáskot

Hún tók sér pásu frá fyllingum í heilt ár þegar hún var ólétt. Eftir fæðingu sonar síns ákvað hún svo að halda áfram. Í apríl á þessu ári fór hún í fyrstu sprautuna eftir að hún átti son sinn og þá fór allt úrskeiðis. 

„Í apríl fékk ég 0,5 ml sprautu í varirnar og fann strax að það var ekki allt eðlilegt. Ég fann varirnar bólgna upp,“ sagði O'Connor. 

Eftir heila viku hafði bólgan ekki hjaðnað og voru varir hennar orðnar mislitar og hvítar á sumum stöðum. Hún segist hafa flett því upp og komst að því að það væri vegna þess að ekkert blóðfæði væri til varanna. Hún fékk litlar blöðrur á varirnar sem var mjög sársaukafullt. 

„Konan sem gerði fyllingarnar sagði mér að ég væri með mjög, mjög slæma sýkingu og ég fékk sýklalyf og stera. Ég tók um 10 til 12 mismunandi töflur á dag.“

Blöðrurnar sprungu og láku og hún var með þrjú til fjögur sár á vörunum. Í dag er hún með varanleg ör á vörunum sem munu ekki hverfa nema hún leiti til lýtalæknis til þess að láta laga þau. 

Varirnar urðu mislitar, bólgnar og fékk hún blöðrur.
Varirnar urðu mislitar, bólgnar og fékk hún blöðrur. skjáskot
mbl.is