Hátíðlegar hárgreiðslur fyrir áramótin

Það er alltaf gaman að auka glamúrinn fyrir áramótin.
Það er alltaf gaman að auka glamúrinn fyrir áramótin. Skjáskot/Instagram

Það er alltaf gaman að leika sér með hárið sitt, sama hver sídd þess er. Hvort sem þú vilt blása það, slétta, krulla eða setja hárið upp þá eru góðar hárvörur ávallt byrjunin. Hér eru nokkrar hugmyndir að hárgreiðslum fyrir þær sem vilja prófa sig áfram með listræna hæfileika sína.

Perlur setja punktinn yfir i-ið

Perlur eru að koma mjög sterkar inn sem hárskraut þessa dagana og hægt er að nota þær á ýmsan hátt. Oft er minna meira og hér er hárgreiðslunni haldið fágaðri með einni perlu eða nokkrum fínlegum.

Hér sýnir Mila Evdokimova hvernig ein perla getur sett svip …
Hér sýnir Mila Evdokimova hvernig ein perla getur sett svip á hárgreiðsluna. Skjáskot/Instagram
Natalie Anne Hair sýnir hér einfaldan snúð sem poppaður er …
Natalie Anne Hair sýnir hér einfaldan snúð sem poppaður er upp með perlum. Skjáskot/Instagram
Davines Liquid Spell, 4.420 kr.
Davines Liquid Spell, 4.420 kr.

Hárið tekið alla leið

Stundum vill maður mæta með flottasta hárið í partýið og þá þarf að bretta upp ermar og sjá til þess að hver einasti hárlokkur sé á réttum stað.

Andrew Fitzsimons gerði þessa mögnuðu hárgreiðslu í fyrirsætuna Adriönu Lima.
Andrew Fitzsimons gerði þessa mögnuðu hárgreiðslu í fyrirsætuna Adriönu Lima. Skjáskot/Instagram
Label.m Hair Glue, 4.690 kr.
Label.m Hair Glue, 4.690 kr.
Davines This Is A Shimmering Mist, 3.190 kr.
Davines This Is A Shimmering Mist, 3.190 kr.

Klassíska Hollywood-greiðslan

Fyrir þær sem vilja upplifa sig sem Marilyn Monroe er tilvalið að nota gott blástursefni og svo gott krullujárn til að fá sanna Hollywood-liði.

Hung Vanngo sýnir hér klassískan Hollywood-glamúr.
Hung Vanngo sýnir hér klassískan Hollywood-glamúr. Skjáskot/Instagram
Kevin.Murphy Anti.Gravity Spray, 4.190 kr.
Kevin.Murphy Anti.Gravity Spray, 4.190 kr.
HH Simonsen ROD VS7, 18.290 kr.
HH Simonsen ROD VS7, 18.290 kr.

Ballerínu-snúðurinn er alltaf klassískur

Vissulega er hægt að taka allt hárið upp í snúð og hlaupa úr úr húsi en það er sérlega fallegt þegar vandað er til verka. Gefðu þér smá tíma til að slétta hárið og greiða það allt upp í snúð.

Það er alltaf ákveðin fágun yfir ballerínusnúðnum eins og Hung …
Það er alltaf ákveðin fágun yfir ballerínusnúðnum eins og Hung Vanngo sýnir hér á fyrirsætunni Karlie Kloss. Skjáskot/Instagram
Davines OI All In One Milk, 4.290 kr.
Davines OI All In One Milk, 4.290 kr.
Aveda Air Control Flexable Hair Spray, 4.875 kr.
Aveda Air Control Flexable Hair Spray, 4.875 kr.

Náttúrulegir liðir

Náttúrulegir liðir henta við öll tækifæri og eru tímalausir.

Natalie Anne Hair gerir hér náttúrulega liði í hárið.
Natalie Anne Hair gerir hér náttúrulega liði í hárið. Skjáskot/Instagram
HH Simonsen ROD VS4, 18.290 kr.
HH Simonsen ROD VS4, 18.290 kr.
Kevin.Murphy Doo.Over Dry Powder Finishing Hair Spray, 4.290 kr.
Kevin.Murphy Doo.Over Dry Powder Finishing Hair Spray, 4.290 kr.

Munstur skapað með spennum

Klassísku feluspennurnar eru notaðar í margt þessa dagana og hafa hin ýmsu listaverk komið fram þar sem þeim er raðað á mismunandi hátt í hárið. Hér fær þinn innri listamaður að koma fram.

Á Tony&Guy Georges Hair Salon var munstur skapað með klassísku …
Á Tony&Guy Georges Hair Salon var munstur skapað með klassísku feluspennunum. Skjáskot/Instagram
Kevin.Murphy Young Again Dry Conditioner, 4.290 kr.
Kevin.Murphy Young Again Dry Conditioner, 4.290 kr.Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »