Gifti sig í sama kjól og amma hennar 63 árum seinna

Amman og ömmubarnið giftu sig í sama kjólnum.
Amman og ömmubarnið giftu sig í sama kjólnum. Skjáskot/Reddit

Hin nýgifta Christina Moffet birti brúðkaupsmynd á samskiptavefnum Reddit á dögunum. Myndinni fylgdi einnig brúðkaupsmynd af ömmu hennar og afa en svo skemmtilega vildi til að Moffet gifti sig í sama kjól og amma hennar gerði 63 árum fyrr. 

Innleggið vakti mikla lukku á Reddit. Var hún meðal annars spurð hvort fleiri í fjölskyldunni hefðu notað kjólinn. „Ég var fyrst! Hann var búinn að vera í kassa í marga áratugi,“ sagði Moffet á samskiptavefnum. 

Í viðtali sem birtist við við Moffet á vef Insider segist hún hafa vitað lítið um kjóla og kviðið því að þurfa finna rétta kjólinn. Hún vissi að mamma hennar, tengdamamma og amma hennar ættu brúðarkjóla. Svo fór að 63 ára gamall kjóll ömmu hennar hentaði best. 

Kjóllinn fór í hreinsun og saumakona lagaði hann aðeins til. Moffet vildi til að mynda ekki nota lífstykki sem amma hennar notaði og fylgdi kjólnum. 

Amman og ömmubarnið eru nokkuð líkar á brúðkaupsmyndunum. Önnur gifti sig árið 1953 en hin árið 2019. 

mbl.is