Á stærsta peysusafn landsins

Eyrún Anna á eitt stærsta peysusafn landsins að eigin mati.
Eyrún Anna á eitt stærsta peysusafn landsins að eigin mati. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyrún Anna Tryggvadóttir hvetur landsmenn til að versla meira á netinu. Til að styðja við íslensk fyrirtæki á erfiðum tíma. Sjálf á hún eitt stærsta peysusafn landsins frá Geysi. Hún þorir að prófa sig áfram þegar kemur að fatnaði og elskar að versla fatnaðinn sinn í gegnum netið.  

„Já uppáhaldsflíkurnar mínar breytast oft og reglulega. Oftast nota ég fatnað í einhvern tíma og breyti svo til. Ég get átt nokkrar uppáhaldsflíkur í einhvern tíma, hvílt þær síðan og notað þær aftur jafnvel árum seinna. Ef ég ætti að lýsa mínum eigin smekk þá myndi ég segja að fölir og ljósir jarðlitir væru minn smekkur sem og víð föt fremur en þröng. Ég er mikið í víðum skyrtum, ljósum peysum og samfestingum. Ég er oftast í grænum, ljósbrúnum, gráum og hvítum litum.“

Eyrún Anna í fallega sniðnum ljósum galla úr Zara.
Eyrún Anna í fallega sniðnum ljósum galla úr Zara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyrún Anna verslar mikið í Geysi.

„Ég á örugglega stærsta Geysir peysu safn landsins. Zara er klárlega samt búðin sem ég versla mest í. Ég fer eiginlega aldrei í kjóla nema einu sinni á ári, þann 31. desember á afmælisdegi sonar míns. Það er eitthvað svo notalegt við það. Ég reyni að kaupa öll mín föt á Íslandi og frekar vil ég eiga færri flíkur og nota oftar en að eiga fullan fataskáp af fötum sem eru lítið sem ekkert notuð.“

Eyrún Anna vil hvetja Íslendinga til að versla á netinu …
Eyrún Anna vil hvetja Íslendinga til að versla á netinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allur tími Eyrúnar Önnu í dag fer í Heima Pop Up sem hún er að skipuleggja ásamt Olgu Helenu og Söru Björk. 

„Þetta er risa netverslun sem fer í loftið þann 2. maí. A þessum tímum í samkomubanni þurftum við að finna leið til að færa sumarmarkað sem átti að vera í laugardalnum yfir á netið. Markmiðið er að allir finnir eitthvað fyrir sinn smekk og að skapa vettvang þar sem fyrirtæki geta tengt við nýja viðskiptavini með frábæru framboði af vörum og góðum tilboðum.“

Eyrún Anna á margar fallegar peysur.
Eyrún Anna á margar fallegar peysur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á heima Pop Up eru allir heima að gera þetta sama. Tími netverslana er einmitt núna og vonandi komum við á laggirnar skemmtilegu trendi sem fær fólk til að nýta netverslun ennþá betur. Þannig styrkjum við íslensk fyrirtæki og gerum góð kaup í leiðinni.“

Eyrún Anna kann að meta að vera í þægilegum ljósum …
Eyrún Anna kann að meta að vera í þægilegum ljósum fatnaði sem er ekki of þröngur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál