Haustlína Dior er línan sem þú hefur beðið eftir

a María Jónasdóttir

Tískuheimurinn iðar alltaf af lífi og fjöri á haustin. Þá koma nýjar litasamsetningar í fatnaði og förðun. Fólk sem þráir ferskan andvara inn í líf sitt spennist allt upp. 

Óhætt er að segja að haustlína Dior sé brakandi fersk og fær íhaldssamasta fólk til að langa til að mála augnlokin og svæðið í kringum augun í björtum litum. Flaggskipið í haustlínu Dior er án efa nýju litapalletturnar, 5 Couleurs Couture, sem státa af fimm litum hver. Einkenni litanna er að þeir passa vel saman og eru sérlega fallegir þegar þeir eru komnir á augnlokið. Ef fólk er lipurt með pensilinn má blanda þessum fimm tónum á augnlokið, en svo má líka bara bera á sig einn lit í einu.

Litapallettan 279 Denim í 5 Couleurs Couture línunni hefur að …
Litapallettan 279 Denim í 5 Couleurs Couture línunni hefur að geyma fallega liti. Hægt er að leika sér endalaust með litina.
Hér sést hvernig hægt er að leika sér með augnskuggapallettuna. …
Hér sést hvernig hægt er að leika sér með augnskuggapallettuna. Hér er vatnsheldi blýanturinn settur undir augun.

Litapallettan 279 Denim í 5 Couleurs Couture línunni minnir óneitanlega á tískuna í kringum 1979 þegar konur báru indjánamold á kinnarnar og máluðu augun með sanseruðum bláum tónum. Kosturinn við þessa litapallettu er að hún hentar fyrir flesta augnliti. Fallegt er að bera efri litinn í vinstra horni yfir augnlokið, setja litinn við hliðina á í augnkrókinn og blanda þessu vel saman. Til að skerpa á lagi augnanna má nota dekkri litina við ytri augnkrókinn. Til að við verðum ekki eins og pandabirnir er gott að nota tígulinn í miðjunni til að blanda litina saman í átt að augabrúnunum.

Vatnsheldi blýanturinn er hið mesta þarfaþing.
Vatnsheldi blýanturinn er hið mesta þarfaþing.

En hvað gerir fólk þegar það er komið með fallega máluð blá augu? Það setur vatnsheldan blýant inn í vatnslínu augnanna en það voru einmitt að koma fantaflottir litir í línunni Diorshow 24H Stylo. Fólk sem vill láta litinn endast allan daginn og jafnvel nóttina ætti að prófa þessa liti en það er ekkert sem segir að augnblýanturinn þurfi að vera svartur. Hann má vera í litnum 466 Pearly Bronze til að búa til meira ævintýri eða 061 Matte Grey til að fá seiðandi augnaráð. Ef þú vilt taka 1979 alla leið þá er liturinn 296 Matte Blue mjög viðeigandi. Það að setja vatnsheldan augnblýant inn í vatnslínuna er eitt af bestu bjútíráðum allra tíma. Sér í lagi ef fólk hefur ekki tíma til að farða sig mjög mikið, þá má nota vatnshelda augnblýantinn með maskara.

Diorshow Iconic Overcurl maskarinn frá Dior þykkir augnhárin og gefur …
Diorshow Iconic Overcurl maskarinn frá Dior þykkir augnhárin og gefur þeim fallega sveigju.

Talandi um maskara...

Það verður engin augnförðun upp á tíu nema vera með góðan maskara. Í haustlínu Dior eru tveir framúrskarandi maskarar. Annarsvegar Diorshow Iconic Overcurl í svörtum lit (090) eða liturinn (074) með silfurglimmeri. Þessir maskarar þykkja augnhárin og gefa þeim ríkulega fyllingu og sveigja augnhárin um leið.

Þegar þetta er allt saman klárt þá þarftu bara að setja í þig spólupermanent og þá værir þú klár í ljósagólfið í Hollywood sem var einn vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík fyrir um 40 árum.

Eini bömmerinn er að það er búið að loka Hollywood annars hefði þessi förðun smellpassað þar! Árið 2020 setur þú á þig hatt og grímu til að vera flottust!

Hér má sjá allar fjórar litapalletturnar en hver palletta inniheldur …
Hér má sjá allar fjórar litapalletturnar en hver palletta inniheldur fimm liti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál