Svona fer Sunneva að því að vera brún á Íslandi

Sunneva Eir Einarsdóttir er alltaf brún.
Sunneva Eir Einarsdóttir er alltaf brún. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir lítur alltaf út eins og hún sé nýkomin frá Spáni. Galdurinn er brúnkukrem eða brúnkufroða öllu heldur sem hún er dugleg að bera á sig. Þeir sem vilja ekki líta út eins og vofur eða vera flekkóttir ættu að taka aðferð Sunnevu sér til fyrirmyndar. 

Á dögunum deildi hún brúnkurútínunni sinni á Instagram. Henni finnst best að gera sig brúna á morgnana en einnig er hægt að setja á sig brúnkukrem á kvöldin. 

Aðferð:

1. Sturta. 

2. Skrúbba dauða húð og brúnku síðan síðast. 

3. Raka (ef þú rakar) og skola svæðin sem þú rakar með ísköldu vatni til þess að loka húðinni. 

4. Bera á sig gott rakakrem.

5. Bíða þangað til þú ert alveg þurr. 

6. Setja Marc Inbane-froðu í hanska og nudda jafnt á húðina í hringlega hreyfingum. 

7. Leyfa froðunni að þorna áður en annað lag af froðu er borið á líkamann. 

8. Fyrir erfið svæði eins og háls, andlit, eyru, handarbök og ristar notar Sunneva Kabuki-burstann frá Marc Inbane til þess að blanda vel. 

9. Leyfið brúnkunni að þorna áður en þið klæðið ykkur og bíðið þar til liturinn kemur. 

10. Eftir sex til átta tíma mælir Sunneva með því að fara í snögga líkamssturtu og skola ysta lagið af og þá ertu tilbúin. 

View this post on Instagram

Brúnkurútína 🖤 Hægt að gera fyrir svefn en mér finnst best að gera þetta á morgnana 🤍 1. Sturta 💦 2. Skrúbba dauða húð & leftover brúnku🧼 3. Raka (ef þú rakar) + skola svæðin sem þú rakar með ísköldu vatni til þess að loka húðinni 4. Setja gott rakakrem 🔑 5. Bíða þangað til þú ert alveg þurr! ⏱ 6. Setja @marcinbaneiceland froðu í hanskann og nudda jafnt á húðina í hringlega hreyfingum🖤 7. Leyfa að þorna áður en sett er annað lag af brúnku 🤍 8. Fyrir erfið svæði eins og háls, andlit, eyru, handabak & ristar nota ég kabuki burstann frá @marcinbaneiceland til þess að blanda vel 9. Leyfið taninu að þorna áður en þið klæðið ykkur og bíðið þangað til tanið kemur 🤩 10. Eftir 6-8 tíma mæli ég með að fara í snögga líkamssturtu og skola ysta lagið af og þá ertu ready 🖤 Kóðinn ‘25sunneva’ gefur ykkur 25% af öllu inná www.marcinbane.is til 18.10.20

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) on Oct 13, 2020 at 10:12am PDT

mbl.is