Natalie farðaði Anítu Briem á einstakan hátt

Aníta Briem.
Aníta Briem. mbl.is/Árni Sæberg
Plant Gold frá Clarins.
Plant Gold frá Clarins.


Leikkonan Aníta Briem er stödd á Íslandi þessa dagana vegna kórónuveirunnar en lungann úr fullorðinsárunum hefur hún verið búsett í Bandaríkjunum. Natalie Kristín Hamzenhpour, förðunarmeistari hjá Nathan og Olsen, farðaði Anítu með látlausri hátíðarförðun.

Natalie byrjaði á að setja Clarins Plant Gold á andlit Anítu en það er fullkomið fyrir þurra vetrarhúð. „Kremið er blanda af hreinni ilmkjarnaolíu og rotvarnarefnalausu rakakremi og veitir húðinni djúpa næringu og fallegan ljóma. Því næst setti ég augnkremið Shiseido Vital Perfection Eye Cream í kringum augun en það birtir, þéttir og sléttir. Grunnurinn að förðun skiptir öllu máli og þá sérstaklega á augnsvæðinu. Vital Perfection-augnkremið dregur úr bláma og þrota sem leyfir mér að komast upp með að nota töluvert minni hyljara,“ segir Natalie.

Vital Perfection augnkrem frá Shiseido.
Vital Perfection augnkrem frá Shiseido.

Mattur farði á upp á pallborðið um þessar mundir. Chanel Ultra Le Teint Velvet er léttur og vatnskenndur og veitir húðinni næga þekju til að fullkomna húðtón án þess að vera gervilegur. Farðinn endist allan daginn og sléttir yfirborð húðarinnar. Því næst setti hún augnskuggablýantinn frá Guerlain sem heitir Mad Eyes Shadow Duo.

Ultra Le Teint Velvet frá Chanel.
Ultra Le Teint Velvet frá Chanel.
Mad Eyes Shadow Duo frá Guerlain.
Mad Eyes Shadow Duo frá Guerlain.

„Þeir eru fljótlegir, endast vel og auðvelt að blanda þá út með fingrunum. Ég notaði Mad Eyes Shadow Duo í litnum Warm Brown, dekkri litinn til að ramma inn augun og blandaði svo út með fíngrunum til að mýkja hann. Ég setti svo örlítið af sanseraða ljósari litnum yfir miðju augnloksins og í innri krók til að lýsa augnsvæðið. Þar sem förðunin er mjög eðlileg og fersk fannst mér mikilvægt að velja góðan maskara til að skerpa vel á augunum. Clarins Wonder Perfect-maskarinn lengir mikið og þéttir augnhárin vel. Ekki verra að hann nærir augnhárin og örvar hárvöxt,“ segir hún.

„Til að fá hlýrri húðtón og skerpa kinnbein notaði ég kremsólarpúður frá Chanel. Krem hentar sérstaklega vel á veturna þar sem það veitir húðinni aukaraka. Liturinn á Les Beiges Bronzing Cream er gylltur og hlýr og hentar fullkomlega til að fríska upp á gráa vetrarhúð,“ segir Natalie, sem setti svo uppáhaldskinnalitinn sinn á Anítu.

„Clarins Glow 2 Go í litum 02 Golden Peach er í uppáhaldi og nota ég hann daglega. Ég nota hann með fingrunum og blanda hann hátt á kinnbein til að móta andlit og veita frískleika. Liturinn er hinn fullkomi ferskjulitur sem hentar flestum húðtónum,“ segir hún og að lokum setti hún gloss frá Clarins á varirnar.

„Léttur gloss að lokum sem veitir raka og léttan lit. Clarins Lip Perfector er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem hann kemur í veg fyrir þurrk en á sama tíma veitir hann fallegan glans og léttan lit. Á Anítu notaði ég lit 02, sem er ljós ferskjulitur, af því hann tónaði vel við kinnalitinn en litur 16 er einnig í miklu uppáhaldi og mikið notaður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál