Nýr maskari sem þykkir og lengir

Flestar kvenkyns verur upplifa sig naktar ef þær eru ekki með maskara. Það er því ekki að undra að augnháralengingar hafa verið jafnvinsælar síðustu ár og raun ber vitni. Það er því alltaf fagnaðarefni þegar nýr maskari lítur dagsins ljós. Franska snyrtivörumerkið Lancôme er með þetta á hreinu og kynnir nú byltingarkenndan maskara sem heitir Lash Idôle. Þessi maskari þykkir augnhárin án þess að þau verði klessuleg. Maskarinn aðskilur og greiðir vel úr augnhárunum líkt og fólk væri með augnháralengingu. Hann inniheldur gelkennda formúlu sem endist í allt að 24 klukkustundir og er með sveigðum gúmmíbursta.

Formúlan inniheldur meðal annars þykkni úr hvítu tei sem er þekkt fyrir róandi eiginleika sína, fjórum sinnum minna vax en í hefðbundnum maskara sem gerir það að verkum að augnhárin verða meðfærilegri, sveigðari og litarefnin svartari.

Á tímum eins og núna þegar gríma er staðalbúnaður er ekki vitlaust að dekra við augnsvæðið og gera augun áhrifameiri og augnhárin ýktari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál