Með skartgripi frá fjölskyldu Dorritar

Maria Bakalova með skartgripi frá Moussaieff.
Maria Bakalova með skartgripi frá Moussaieff. AFP

Leikkonan Maria Bakalova var einstaklega fallega klædd þegar hún mætti á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudaginn. Bakalova, sem var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Borat, var með skartgripi frjá fjölskyldufyrirtæki Dorritar Moussaieff. 

Bakalova var í hvítum kjól frá Louis Vuitton. Klassísk demantshálsfestin frá Moussaieff naut sín einstaklega vel við fleginn kjóllinn. Hún var einnig með eyrnalokka og hring frá skartgripafyrirtækinu. 

„Það er mikill heiður að ganga með Moussaieff á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni minni,“ sagði Bakalova á heimasíðu Moussaieff-skartgripa. Hún sagðist hafa kolfallið fyrir fegurð skartgripanna.

Maria Bakalova.
Maria Bakalova. AFP
mbl.is