Netsokkabuxur, tvídjakkar og mellubönd

Risaeyrnalokkar, tvö hálsmen og svart í kringum augun eru málið …
Risaeyrnalokkar, tvö hálsmen og svart í kringum augun eru málið í nýjustu línu Chanel.

Franska tískuhúsið Chanel kynnti á dögunum afar heillandi línu sem kallast Cruise. Línan dregur fram mörg skemmtileg smáatriði sem gera klæðaburð fólks meira spennandi og aðeins pönkaðri. Það er vel við hæfi enda vantar miklu meira pönk í líf fólks. Það er allt of flatt og goslaust á köflum.

Talandi um pönk. Mellubandið er til dæmis með endurkomu en slíkt hálsskraut var vinsælt í kringum 1990 þegar mestu skvísur heimsins skörtuðu „bob“ og voru með túberað í hnakkann og djömmuðu á Tunglinu. Chanel tvinnar pönkið við tvídið án þess að útkoman verði þannig að fyrirsætur líti út fyrir að hafa verið sóttar á Onlyfans.

Þar sjást líka hvítir stuttermabolir, netabolir yfir langerma einfalda bómullarboli og netsokkabuxur. Samkvæmt þessum nýjustu fréttum er tími skartgripahleðslu runninn upp. Það er ekki nóg að vera með eitt hálsmen, við þurfum að vera með tvö og helst nokkur göt í eyrunum ásamt armböndum. Fólk sem elskar að hlaða utan á sig á eftir að fagna þessu en hinir mínimalísku verða bara að sitja hjá enda þarf hver að fá að dansa eftir sínu höfði.

Skyrtukjólar eru líka áberandi og svo er hinn klassíski Chanel-jakki alltaf á sínum stað í tvídefni. Í þessari línu, þótt hún sé ekta Chanel, er stutt í pönkið. Mittistöskur eru stór hluti af línunni en þær setja svip á einfaldari klæðnað. Til að komast í hina einu sönnu sumarstemningu er svo við hæfi að úða á sig Coco Mademoiselle-ilminum sem kom nýlega á markað hérlendis.

Chanel státar af einum besta augnblýanti á markaðnum í dag …
Chanel státar af einum besta augnblýanti á markaðnum í dag en hann er algerlega vatnsheldur og því hægt að leika sér með hann.
Hin klassíska Chanel-taska passar alltaf við allt.
Hin klassíska Chanel-taska passar alltaf við allt.
Tweed-taska með gullböndum fer vel við netasokkabuxur.
Tweed-taska með gullböndum fer vel við netasokkabuxur.
Hér er netabolur hafður yfir hvítum bol.
Hér er netabolur hafður yfir hvítum bol.
Hvernig væri að spenna toppinn frá andlitinu?
Hvernig væri að spenna toppinn frá andlitinu?
Stórir krossar setja svip sinn á línuna. Hér eru þeir …
Stórir krossar setja svip sinn á línuna. Hér eru þeir í formi eyrnalokka.
Þetta er án efa sumarilmurinn í ár! Hann fæst í …
Þetta er án efa sumarilmurinn í ár! Hann fæst í Hagkaup.
Tweed-jakki og mörg hálsmen spila vel saman.
Tweed-jakki og mörg hálsmen spila vel saman.
Bleikur tweed-jakki við stuttermabol.
Bleikur tweed-jakki við stuttermabol.
Stór kross lífgar upp á heildarmyndina.
Stór kross lífgar upp á heildarmyndina.
Mittistöskur eru stór hluti af sumartískunni.
Mittistöskur eru stór hluti af sumartískunni.
Netasokkabuxur eiga vel við hér.
Netasokkabuxur eiga vel við hér.
Klassík í sinni tærustu mynd.
Klassík í sinni tærustu mynd.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »