Þetta þarftu að eignast í snyrtibudduna

Nýjasta förðunarlína Chanel er mjög eiguleg.
Nýjasta förðunarlína Chanel er mjög eiguleg.

Í haustlínunni eru augnblýantar sem má leika sér með á marga vegu. Það er hægt að setja hann inn í augnkrókinn og nota einan og sér með maskara eða bera hann á augnlokið og dreifa úr honum og setja svo örlítinn sanseraðan augnskugga yfir. Í þessari haustlínu mætast tveir heimar; matti heimurinn og glansheimurinn. Í línunni eru fljótandi augnskuggar, Ombre Premiére Gaque Lamé í fjórum litum; Acier, Pourpre, Bronze og Ivoire.

Þrjú ný naglalökk er að finna í línunni en það eru litirnir Le Vernis Brun Fumé, Le Vernis Rouge Brun, Le Vernis Beige Cendré og Le Vernis Terre Brulée.

Málaðu augun með möttum blýanti og settu sanseraðan augnskugga yfir, settu á þig þykkt lag af maskara, blýant inn í augun og nýtt naglalakk og vittu til. Þú munt hressast um allavega 23%.

Hér má sjá augnblýantinn sem er í grágrænum tóni, fljótandi …
Hér má sjá augnblýantinn sem er í grágrænum tóni, fljótandi glansandi augnskugga, ljósbleikan varalit og naglalakk í sveppalit sem fer einstaklega vel við fötin í hausttískunni.
Fallegt er að para saman augnblýant og fljótandi augnskugga. Best …
Fallegt er að para saman augnblýant og fljótandi augnskugga. Best er að setja fyrst á sig blýantinn og dreifa vel úr honum áður en fljótandi augnskugginn er settur yfir.
Brúnrauða naglalakkið í haustlínunni er afar fallegt.
Brúnrauða naglalakkið í haustlínunni er afar fallegt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »