Leyndarmálið á bak við kjötkjól Lady Gaga

Lady Gaga klæddist kjól úr kjöti á MTV hátíðinni árið …
Lady Gaga klæddist kjól úr kjöti á MTV hátíðinni árið 2010. REUTERS

Söngkonan Lady Gaga klæddist hinum sögufræga kjötkjól á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2010. Innblásturinn að kjólnum kom frá Val Garland sem starfaði sem förðunarfræðingur Lady Gaga í mörg ár. 

Hrátt nautakjöt var saumað saman við gerð kjólsins. „Þetta var reyndar hugmynd Val Garland. Förðunarfræðingsins Vals Garlands,“ sagði Lady Gaga í nýju viðtali við breska Vogue að því fram kemur á vef Cosmopolitan. „Við unnum saman lengi og hún sagði mér frá því þegar hún fór í partí klædd pulsum og mér fannst það fyndið. „Það er mjög góð hugmynd til þess að passa að enginn komi nálægt þér í partíinu,“ sagði ég.“

Það var argentínski hönnuðurinn Franc Fernandez sem hannaði kjólinn út frá hugmyndinni sem kom frá Lady Gaga og hennar teymi. Hönnuðurinn Brandon Maxwell vann sem stílist fyrir Lady Gaga á þessum tíma og hjálpaði henni baksviðs. „Hann var vegan og hjálpaði mér samt að sauma alla þessa síðustu bita af kjöti á mig og gerði kjöthattinn minn og kjötveskið mitt sem Cher hélt á. Ég lyktaði eins og kjöt.“

Kjóllinn var úr hráu nautakjöti.
Kjóllinn var úr hráu nautakjöti. AFP
Lady Gaga lyktaði eins og kjöt í kjólnum.
Lady Gaga lyktaði eins og kjöt í kjólnum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál