56 ára og með dökka bletti undir brjóstum

Jan Kopriva/Unsplash

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 56 ára gamalli konu sem hefur áhyggjur af dökkum blettum undir brjóstum. 

Sæl Jenna Huld.

Ég er 56 ára. Ég hef áhyggjur af mörgum dökkum blettum undir brjóstum. Tel mig gæta fyllsta hreinlætis. Er reyndar líka búin að fá dökka bletti á baki og upphandleggjum líka. Takk fyrir.

Kveðja,

Guðbjörg.

 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. mbl.is

Sæl Guðbjörg!

Brún­ir blett­ir á húðinni geta verið af ýms­um toga til dæm­is frekn­ur, sól­ar­blett­ir, elli­blett­ir eða fæðing­ar­blett­ir. Lík­lega eru þetta elliblettir eða flösuvörtur (seborrheic keratosis) sem þú ert að uppgötva á milli brjóstanna og undir þeim. Þar sem það er mjög algengt fyrir okkur konur að fá þannig bletti á þessi svæði. Hefur nákvæmlega ekkert með óhreinindi að gera. Brúnir blettir á baki og upphandleggjum geta einnig verið þessir elliblettir en einnig sólarflekkir (lentigo solaris) eða fæðingablettir. Hins veg­ar er nauðsyn­legt að fá fag­legt mat á þess­um blett­um áður en þeir eru meðhöndlaðir því meðferðirn­ar eru mjög ólík­ar og ég ráðlegg þér ein­dregið að panta þér tíma í bletta­skoðun hjá húðsjúk­dóma­lækni.

Sól­ar­bletti (lentigo solar­is) er hægt að fjar­lægja með laser meðferð eða fryst­ingu. Elli­bletti er hins veg­ar best að fjar­lægja með fryst­ingu eða að skrapa þá burtu. Fæðing­ar­bletti þarf hins veg­ar að fjar­lægja með aðgerð.

Kær­ar kveðjur,

Jenna Huld húðlækn­ir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is