59 ára og öll í fílapenslum

Ljósmynd/Colourbox

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 59 ára konu sem er skyndilega farin að fá fílapensla.  varðar fílapensla.

Sæl Jenna! 

Ég er 59 ára og hef alltaf haft mjög góða húð. En þennan mánuð er ég að taka eftir svörtum fílapenslum á vinstri hlið á andliti dökkir. Hvað er best að gera?

Kveðja, 

ÞK

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Sæl ÞK

Fílapensl­ar eru í raun dauðar húðfrum­ur og húðfita sem safn­ast sam­an í út­gang­sopi fitukirtla. Til eru tvær teg­und­ir fílapensla; svart­ir fílapensl­ar sem fá lit sinn vegna oxun­ar á húðolíu og svo hins veg­ar lokaðir fílapensl­ar sem stund­um eru nefnd­ir hvít­haus­ar en þess­ir fílapensl­ar eru al­veg lokaðir og því þýðir ekki að kreista þá. Fílapensl­ar og ból­ur eru al­geng­ar á ung­lings­aldri vegna horm­óna­breyt­inga en við get­um einnig fengið fílapensla og áber­andi fitukirtla og/​eða svita­hol­ur með aldr­in­um og þá sér­stak­lega vegna sól­ar­inn­ar. Mjög líklega ert þú einmitt að fá þá tegund af fílapenslum, það er að segja vegna sólarinnar. Þar sem þú ert orðin 59 ára og þetta er nýlegt vandamál. Góðu frétt­irn­ar eru að það er eitthvað hægt að gera í þessu!

Hér koma nokk­ur góð ráð húðlækn­is:

  1. Komdu því inn í rútín­una þína að nota sól­ar­vörn dag­lega, með minnst 30 í SPF faktor, helst 50. Passaðu þig á að kaupa sól­ar­vörn sem er ætluð fyr­ir and­lit og forðastu feit­ar sól­ar­varn­ir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafn­vel valda ból­um.
  2. Þrífðu and­litið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhrein­indi, meng­un og farði eyk­ur lík­urn­ar á kirtl­arn­ir lok­ist. Notaðu gjarnan þá húðhreinsi sem inniheldur salicýl­sýru, glycolic­sýru eða aðrar ávaxta­sýr­ur en sýr­urn­ar hjálpa til við að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og húðfitu og halda kirtl­un­um opn­um og hrein­um.
  3. Notaðu krem sem inni­halda retinóíða. Retinóíðar hafa marg­vís­leg áhrif á húðina meðal annars að minnka fitu­mynd­un og minnka áber­andi svita­hol­ur eða fitukirtla. Auk auki eru retinóíðar kjörmeðferð við ból­um og hrukk­um og örva kolla­gen ný­mynd­un í húð.
  4. Farðu reglu­lega í ávaxta­sýru eða retinól meðferðir (medical peel­ing). Ávaxta­sýru peel­ing og retinól peel er frá­bær leið til að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og end­ur­nýja húðina. Þá er sýra sett á húðina í ákveðin tíma en styrk­leik­inn ákv­arðast m.a. af húðgerð hvers og eins. 
  5. Farðu reglu­lega í húðslíp­un. Húðslíp­un vinn­ur á efstu lög­um húðar­inn­ar og tek­ur m.a. burt dauðar húðfrum­ur, hreins­ar yf­ir­borð kirtla og minnk­ar áber­andi svita­hol­ur.

Þar sem það eru marg­ar meðferðir í boði væri einnig sniðugt fyr­ir þig að leita ráðlegg­inga hjá húðsjúk­dóma­lækni sem gæti þá metið húð þína og mælt með viðeig­andi meðferð m.t.t húðgerðar.

Gangi þér vel!

Jenna Huld Eysteinsdóttir,  húðlækn­ir hjá Húðlækna­stöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál