Í gallabuxum eins og almúgakona

Meghan hertogaynja var í stuði í Hollandi.
Meghan hertogaynja var í stuði í Hollandi. AFP/ Remko de Waal

Meghan hertogaynja af Sussex klæddist eins og venjuleg kona frá Kaliforníu þegar hún fór til Hollands á dögunum með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins. Hún var auðvitað með nokkrar flíkur af dýrari gerðinni en var ekki undir ströngu eftirliti bresku konungsfjölskyldunnar. 

Var haft á orði að Meghan væri nær sínum gamla stíl. Þegar hún giftist Harry Bretaprins árið 2018 þurfti hún að fara eftir ákveðnum reglum. Á Invictus-leikunum í ár var Meghan meðal annars í gallabuxum, flegnum jakka og stuttum kjól. 

Meghan klæddist ljósum mömmugallabuxum frá Moussy Vintage. Við gallabuxurnar var hún í svörtum dragtarjakka frá Celine. 

Meghan í svörtum jakka og ljósum gallabuxum.
Meghan í svörtum jakka og ljósum gallabuxum. AFP/ Remko de Waal

Hún var einnig með dökkar þröngar gallabuxur. Ljósi jakkinn sem hún klæddist við gallabuxurnar var frá Brandon Maxwell. 

í hvítum jakka og dökkum gallabuxum.
í hvítum jakka og dökkum gallabuxum. AFP

Meghan var einnig með betri fötin með sér og á hátíðarviðburði var hún í einstaklega fallegum samfestingi frá Khaite.

Megahn og Harry í hátíðarfötum.
Megahn og Harry í hátíðarfötum. AFP/Koen van Weel

Bandaríska hertogaynjan var dívulega í hvítri útvíðtri buxnadragt frá Valentino. Jakkinn var tvíhnepptur og fleginn en Meghan var ekki í skyrtu innanundir eins og hún hefði mögulega gert ef hún hefði enn verið starfandi fyrir bresku konungsfjölskylduna. 

Meghan var í hvítri buxnadragt.
Meghan var í hvítri buxnadragt. AFP/Sem van der Wal
Harry og Meghan í Hollandi.
Harry og Meghan í Hollandi. AFP/Remko de Waal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál