Hvernig fæ ég lengri augnhár?

Les­end­ur Smart­lands eru dug­leg­ir að leita ráða og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefn­um. Hér kemur spurning frá lesanda sem veltir fyrir sér hvaða maskari þykki og lengi augnhárin mest. 

Blessuð MM. 

Mig langar í nýjan masara en ég hef verið að prófa mig áfram og ekki verið fyllilega sátt. Hvaða maskara mælir þú með sem þykkir og lengir augnhárin?

Kveðja, 

JB

Sæl og blessuð. 

Ef þú þráir löng og bústin augnhár án þess að vera með sérstakar augnháralengingar er Lash Clash Extreme Volume-maskarinn frá YSL framúrskarandi. 

Burstinn á maskaranum er stór og myndarlegur og það er auðvelt að bera hann á sig. Hægt er að byggja maskarann upp með því að fara nokkrar umferðir yfir augnhárin eða þangað til notandinn er orðinn sáttur. Ef það er hægt að segja eitthvað neikvætt um þennan maskara þá er það kannski helst að hann lengir augnhárin svo mikið að hann getur smitað í augnlokið. Flestir myndu þó flokka þetta sem algert lúxusvandamál og því ætti kannski ekki að nefna það.

Maskarinn þykkir og lengir svo vel að það er varla þörf á augnskugga. Það eina sem mætti bæta við er blýantur inn í vatnslínuna en slíkt er mjög auðvelt í framkvæmd. Það gefur mikinn svip og tekur ekki nema eina mínútu eða svo að framkvæma þann gjörning.

Kær kveðja, 

MM

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent spurningu HÉR. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál