Ekki mæta eins og Meghan á íþróttaleiki

Samkvæmt stílistanum er ekki í boði að mæta í gallabuxum …
Samkvæmt stílistanum er ekki í boði að mæta í gallabuxum eða hvítu eins og Meghan hertogaynja gerði um árið mbl.is/AFP

Miranda Holder hefur starfað sem stílisti í tíu ár og veit nákvæmlega hvernig fatnað á að velja fyrir hvert tilefni. Á dögunum var hún spurð út í það hvernig best væri að mæta klæddur á íþróttaviðburði og stóð ekki á svörunum eins og kom fram í DailyMail. Hún segir að fólk eigi að taka hertogaynjuna af Cambridge sér til fyrirmyndar - ekki Meghan Markle her­togaynju af Sus­sex. 

Holder segir að það sé mikilvægt að klæða sig ekki of áberandi en að vera samt snyrtilegur og smart til fara. Fólk eigi alls ekki að fylgja bara núverandi tískubylgjum. Um þessar mundir er vinsælt í Bretlandi að láta stinnar geirvörtur sjást í gegnum þunna boli. Hún mælir ekki með slíkri tísku þegar fólk mætir á íþróttaviðburði. Hún hatar gallabuxur og hvíta boli og segir að enginn ætti að klæðast þeim á íþróttaleikjum. Hún segir að hvíti liturinn sé fyrir spilarana ekki fyrir áhorfendur. 

Hún bendir á að stíll hertogaynjunar sé mjög viðeigandi á …
Hún bendir á að stíll hertogaynjunar sé mjög viðeigandi á íþróttaleikjum. mbl.is/AFP

Hún mælir með einföldum millisíðum kjólum sem eiga ekki að vera þröngir en heldur ekki of víðir. Flíkurnar mega alls ekki vera flegnar og bendir á að slíkur fatnaður eigi heima á djamminu.

Hún segir að blazer-jakkar sem eru stærra lagi séu í lagi og gefi heildar útlitinu ferskan og nútímalegan brag. Hún gefur einnig grænt ljós á að vera með stóra áberandi skartgripi, eins og stóra eyrnalokka eða áberandi hálsmen.

Hún hvetur alla til að skoða klæðaburð Katrínar hertogaynju af Cambridge því hún nái að vera lekker án þess að vera of kynþokkafull. 

„Hugsaðu um Audrey Hepburn tímalausan glæsileika frekar að reyna vera sóðaleg,“ segir Holder.

Hér sést Kate Middleton í ljósu hælum.
Hér sést Kate Middleton í ljósu hælum. mbl.is/Gettyimages

Hún segir að fólki þurfi að líða vel þegar það horfir á leiki og þurfi að klæða sig eftir veðri. 

„Náttúruleg efni sem anda eins og bómull eða silki væru kjörin kostur. Haltu þér frá efnum sem krumpast nema þú viljir líta út fyrir að hafa fallið í yfirlið undir áhorfendastúkunni,“ segir hún.

Veðrið er fljótt að breytast og skynsamlegt að klæðast léttum lögum af fötum og það er líka sniðugt að taka með einhverskonar regnfatnað ef það skyldi byrja að rigna. 

Katrín hertogaynja af Cambridge er snyrtileg til fara og fötin …
Katrín hertogaynja af Cambridge er snyrtileg til fara og fötin hennar mæta kröfum stílistans.
mbl.is