Mæðginin deila fötum

Söngkonan Madonna og 16 ára sonur hennar deila oft fötum.
Söngkonan Madonna og 16 ára sonur hennar deila oft fötum. Skjáskot/Instagram

Það eru ekki margir 16 ára drengir sem fá stundum flíkur lánaðar úr fataskáp móður sinnar. Það gerir hins vegar David Banda, sonur tónlistarkonunnar Madonnu. 

Madonna ræddi um fatasmekk sonar síns í viðtali við Jimmy Fallon í The Tonight Show á dögunum. Banda er fæddur í Malaví en Madonna ættleiddi hann þegar hann var 13 mánaða gamall.

„Hann getur farið í hvaða flík sem er og er flottur. Það sem er pirrandi er að hann fer í fötin mín og er flottari í þeim en ég. Hann getur farið í kjól og er það fer honum mjög vel,“ sagði Madonna.

Madonna er stolt af sjálfs­trausti son­ar­ins og hef­ur tjáð sig um það á mynd­um sem hún birt­ir á In­sta­gram. Madonna á sex börn; Lour­des Leon, Rocco Ritchie, Mercy James, Dav­id Banda og tví­bura­stelp­urn­ar Stellu og Est­ere. 

mbl.is
Loka