„Hér er raunveruleikinn minn“

Vicky Pattison hvetur aðdáendur sína til að eyða ekki of …
Vicky Pattison hvetur aðdáendur sína til að eyða ekki of miklum tíma á „fullkomnu hlið“ samfélagsmiðla. Samsett mynd

Íslandsvinkonan og sjónvarpskonan Vicky Pattison birti á dögunum myndaröð á Instagram-reikningi sínum þar sem hún deildi óunnum og hráum myndum sem fæstir myndu trúlega kjósa að deila með rúmlega fimm milljónum fylgjendum sínum. Með myndaröðinni vill hún vekja athygli á því hve villandi mynd samfélagsmiðlar geta dregið upp af fólki. 

Í myndaröðinni birti Pattison óunnar myndir af sér farðalausri og frá ólíkum sjónarhornum til þess að árétta að hún líti ekki alltaf út eins og á „flottustu“ myndunum sínum þar sem hún hefur eytt mörgum klukkutímum í förðun og hárgreiðslu, og tekið myndirnar frá „rétta“ sjónarhorninu og í „réttu“ birtunni. 

Vill sýna báðar hliðar á samfélagsmiðlum

Við myndaröðina birti Pattison uppörvandi skilaboð til fylgjenda sinna þar sem hún hvatti þá til að láta að því er virðist „fullkomnar“ Instagram-myndir ekki hafa áhrif á sjálfsvirðingu þeirra. „Að fletta örsnöggt í gegnum Instagram getur sannfært mann um að allir séu með hinn fullkomna líkama, enginn taki nokkurn tímann slæma mynd, húðin á öllum sé fullkomlega slétt og allir séu með allt á hreinu,“ skrifaði hún. 

„Ég hélt að ég hefði sýnt báðar hliðar peningsins á Instagram-síðu minni, en eftir að hafa flett í gegnum reikninginn í morgun áttaði ég mig á að það voru líklega allt of margar vandlega uppstilltar glamúrmyndir og flottar auglýsingar. Svo hér eru nokkrar myndir af raunveruleikanum mínum - raunveruleika sem ég skammast mín ekki fyrir, heldur er virkilega stolt af,“ bætti hún við. 

Í færslunni sagði hún fylgjendum sínum frá því að hún væri með hrukkur, appelsínuhúð, maga, dældir í húðinni, engar varir „miðað við aðra á miðlinum“, og undirhöku. Hún sagðist eiga góð sjónarhorn og slæm, góða daga og slæma. Allt séu þetta eðlilegir hlutir sem samfélagið hafi reynt að sannfæra okkur um að geri okkur á einhvern hátt minna eftirsóknarverð.

„Ekkert af þessu gerir mig að verri manneskju, og ef þú spyrð mig þá er miklu meiri fegurð í hráum raunveruleikanum,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál