Ísak farðar Lilju Pálmadóttur og notar engar 50 vörur á andlitið

Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari og Lilja Pálmadóttir fjárfestir og hrossabóndi.
Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari og Lilja Pálmadóttir fjárfestir og hrossabóndi. Ljósmynd/Samsett

Einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins, Ísak Freyr Helgason, býr í Lundúnum. Hann er staddur á Íslandi um þessar mundir. Á laugardaginn ætlar hann að kenna íslenskum konum, sem liggja ekki á TikTok og Instagram, að farða sig. Á námskeiðinu mun hann farða Lilju Pálmadóttur með snyrtivörum frá YSL. 

„Við Harpa Kára vinkona fáum oft spurningar frá konum á besta aldri hvort það verði ekki eitthvað í boði fyrir þær sem liggja kannski ekki yfir Instagram eða Tik Tok. Við höfum lengi haft á plani að halda glæsilegt förðunarnámskeið fyrir þær sem vilja fá innblástur hvernig hægt er að farða sig á fallegan og klæðilegan hátt án þess að það sé gert of flókið. Allt snýst um ljóma og hvernig hægt er að gera fallegan grunn sem hægt er að byggja á og leika sér með. Þetta verður ótrúlega þægileg og kósý stund sem snýst um að spjalla, fræðast, læra og njóta,“ segir Ísak. MasterClass-námskeiðið fer fram í Make-Up Studio Hörpu Kára á laugardaginn.

Hvað er það sem við konur þurfum að læra þegar kemur að förðun?

„Ég held að það sé ekkert sem einhver þarf að kunna en heldur að læra á grunninn og líða þægilega með að prufa sig áfram. Læra trixin hvernig hægt er að vera óhræddur við að fara nýjar leiðir,“ segir hann.

Hver verða stærstu trendin í förðun 2023?

„Mér finnst trendin vera á mjög víðu svæði fyrir 2023. Það er mikið um varir, bjarta og fallega liti og áhersla lögð á fallega förðun án þess að hún sé áberandi. Svo er auðvitað mikið 90's að koma aftur þar sem fallegir brúntóna augnskuggar eru áberandi ásamt gráum augnskuggum. Ef grunnurinn er fallegur þá eru margir möguleikar í boði, allar áttir opnar,“ segir Ísak.

Þegar förðun er annars vegar skiptir farðinn miklu máli. Ísak hefur sterkar skoðanir á því hvernig farði eigi að vera.

„Ég vil hafa áferðina létta og ljómandi og „skin-like“. Ég mun bæta raka í farðann og sýna hvernig hægt er að þynna hann út og þannig stjórna því hvernig áferð þú færð á farðann. Mitt helsta markmið með farða er að hann líti út eins og húð en ekki farði sem situr ofan á húðinni,“ segir hann.

Hvaða skoðun hefur þú á skyggingum? Viltu hafa þær ýktar og skarpar?

„Það er það sama með farða og skyggingar. Ég vil að skygging ýti yndir andlitsdrætti en líti ekki út eins og teikning á andlitinu. Allar línur eru mjúkar og allar skyggingar blandast vel inn í farða. Það er hægt að gera mikið með skyggingum án þess að þær sjáist á andlitinu og það er galdur sem ég hlakka mikið til að sýna. Svo þarf ekki þrjár mismunandi vörur heldur bara eina sem virkar,“ segir hann og verður leyndardómsfullur og vill ekki gefa það upp núna hvaða vara þetta er.

Þegar hann er spurður að því fyrir hverja MasterClassinn sé segir hann að þetta sé fyrir alla sem vilja læra að farða sig rétt án þess að þurfa að eiga heilan búðarrekka af vörum.

„Ég myndi segja að MasterClassinn sé fyrir þá sem vilja fá að læra góð trix án þess að þurfa að hlusta á mig telja upp 50 vörur sem þurfa að fara í andlitið. Ég kenni það sem mig myndi langa að læra án þess að það sé of flókið. Ef maður er mataður með of miklum upplýsingum þá gleymir maður þeim og nennir ekki að standa í því að reikna út hvar allt á að fara. Fáar vörur og auðvelt en mikill árangur er lykilsetningin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál