Myndi ekki klæðast þessu á ný

Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni …
Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni en vill ekki sjá merkið í dag. Samsett mynd

Paris Hilton er ein þekktasta táknmynd tísku tíunda áratugarins. Það muna flestallir eftir henni í velúr-göllunum, „low rise“ gallabuxunum, flegnu toppunum og með glansandi Banana Boat brúnku.

Stíll Hilton hefur þó þróast með árunum og þó hún sé ánægð með flestallt sem hún kaus að klæðast á tíunda áratugnum þá hefur hún opinberað eina tískustefnu sem hún mun aldrei endurtaka. 

Myndi ekki rokka Von Dutch aftur

Í viðtali sínu við Today.com ræddi plötusnúðurinn og nýbakaða móðirin tísku fyrri ára og viðurkenndi: „Persónulega myndi ég ekki klæðast Von Dutch.“ Tískumerkið var vel þekkt á tíunda áratugnum og hvað þekktast fyrir grafíska stuttermaboli og derhúfur með einkennismerki sínu. 

„Ég fór bara að taka eftir því að krakkar í dag eru mikið byrjaðir að ganga með Von Dutch-derhúfur. Mér finnst það fyndið. Ég myndi ekki rokka það á ný,“ sagði Hilton. 

Fleiri stjörnur tíunda áratugarins rokkuðu tísku Von Dutch á sínum tíma en Britney Spears, Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani kæddust merkinu.

Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani voru öll miklir …
Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani voru öll miklir aðdáendur Von Dutch á tíunda áratugnum. Samsett mynd
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál