Þrjár kynslóðir sitja fyrir í nýrri sund- og undirfataherferð

Mel situr fyrir í nýrri auglýsingaherferð ásamt móður sinni, Andreu …
Mel situr fyrir í nýrri auglýsingaherferð ásamt móður sinni, Andreu Brown og dóttur sinni, Phoenix Chi. Samsett mynd

Kryddpían Mel B, 48 ára, er andlit nýrrar auglýsingaherferðar fyrir breska sund- og undirfatamerkið Pour Moi. Hún situr fyrir á nýjum og glæsilegum myndum ásamt elstu dóttur sinni, Phoenix Chi, 24 ára, og móður sinni, Andreu Brown, 65 ára. 

Kvenkynslóðirnar voru ljósmyndaðar saman og í sitthvoru lagi í nokkrum mismunandi sund- og undirfatasettum fyrir Own Your Confidence–línuna en hún snýst öll um það að finna sjálfstraustið, láta sér líða vel í eigin líkama og fagnar konum af öllum stærðum, gerðum og aldri,“ sagði Mel B við tímaritið Women's Health

Kryddaðu líf þitt

Kryddpían deildi einnig færslu með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram en þar birti hún myndaseríu úr tökunni. „Hjá mér snýst þetta allt um stelpukraftinn eins og þið vitið. Þegar @pourmoiltd leitaði til mín vegna herferðarinnar, vissi ég um leið að ég þyrfti að verða hluti af henni. Það er kominn tími til að dreifa þessum jákvæðu straumum og styrkja hver aðra til að sýna sitt sanna sjálf,“ skrifaði söngkonan. 

„Mér fannst svo gaman að fá að gera þetta með dóttur minni og mömmu minna. Að fá að sýna hvernig þú getur verið örugg, þægileg og stórkostleg í glæsilegum undirfötum, sundfötum og strandfatnaði.“

View this post on Instagram

A post shared by Pour Moi (@pourmoiltd)mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál