Fyrsta málið afgreitt

BÍ/Bolungarvík átti aðild að fyrsta málinu.
BÍ/Bolungarvík átti aðild að fyrsta málinu. mbl.is/Eggert

Leikmannasamtök Íslands, nýstofnaður hagsmunahópur íslenskra íþróttamanna, hefur gengið frá sínu fyrsta máli, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Kristins Björgúlfssonar, handknattleiksmanns hjá ÍR.

Samtökin hjálpuðu danska knattspyrnumanninum Dennis Nielsen að fá greiðslur sem hann átti inni hjá BÍ/Bolungarvík en hann lék með liðinu undanfarin tvö sumur. Leikmannasamtökin voru einmitt stofnuð m.a. í þeim tilgangi að passa upp á að staðið væri við samninga við íþróttamenn.

„Nielsen átti eftir að fá laun greidd og leitaði því til okkar. Við gengum í málið og leystum það með BÍ/Bolungarvík á sem bestan hátt. Það er allt í góðu á milli leikmannsins, okkar og klúbbsins, eins og það á að vera. Það á bara að standa við sitt og það munum við passa upp á fyrir félagsmenn okkar,“ segir Kristinn í samtali við Morgunblaðið.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert