„Þetta er ólýsanlegt“

Aron Einar Gunnarsson skallar boltann framhjá Petr Cech og jafnar …
Aron Einar Gunnarsson skallar boltann framhjá Petr Cech og jafnar metin, 1:1, fimm mínútum eftir að Tékkar náðu forystunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er æðislegt að vera fyrir framan þessa áhorfendur sem styðja okkur hundrað prósent. Vonandi eru lið farin að hræðast að koma hingað í Laugardalinn,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Morgunblaðið tók hann tali eftir sigurinn frækna á Tékkum á Laugardalsvelli í gær, 2:1.

Aron segir að leikurinn hafi spilast nokkurn veginn eins og hann bjóst við, en markið sem Tékkar skoruðu hafi breytt öllu.

„Liðin komu inn í leikinn með varann á sér, vitandi að jafntefli yrði sterk úrslit fyrir bæði lið. Þeir settu mark á okkur gegn gangi leiksins, en við komum til baka og náðum tveimur á þá. Ég held bara að það hafi verið jákvætt að við fengum á okkur mark,“ sagði Aron Einar léttur.

Sjá viðtal við Aron Einar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »