Tonci áfram í Lautinni

Mynd úr leik Fylkis og Stjörnunnar á síðasta keppnistímabili.
Mynd úr leik Fylkis og Stjörnunnar á síðasta keppnistímabili. Eggert Jóhannesson

Tonci Radovnikovic, varnarmaður karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Fylki. Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu. 

Þetta staðfesti Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður hjá Fylki, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Tonci sem er 27 ára gamall varnarmaður kom til Fylkis síðastliðið vor eftir að hafa áður spilað í heimalandi sínu Króatíu. 

Tonci skoraði þrjú mörk í 21 leik með Fylki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og þótti standa sig vel í hjarta varnarinnar hjá liðinu.


mbl.is