Ekki hægt að kaupa miða á Argentínuleikinn

Íslenska liðið leikur á HM í Rússlandi.
Íslenska liðið leikur á HM í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður nýr miðasölugluggi fyrir HM í Rússlandi opnaður á morgun og hægt að kaupa miða á leiki Íslands í keppninni. Ekki verður þó hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu sem fram fer í Moskvu þann 16. júní.

FIFA hefur greint frá því að hægt sé að kaupa miða á alla leiki í keppninni á morgun, að undanskildum leik Íslands og Argentínu og svo úrslitaleikinn.

Ekki er öll von úti fyrir þá sem vilja sjá okkar menn takast á við Lionel Messi og félaga því endursöluhluti miðasölunnar fer í gang von bráðar og getur fólk sem á miða, en fer ekki til Rússlands, selt sína miða. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær sá gluggi opnar. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla