Olsen og Crawford ekki með FH gegn KR

Brandur Olsen er kominn í bann en hér er hann ...
Brandur Olsen er kominn í bann en hér er hann í baráttu við Almarr Ormarsson úr Fjölni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skotinn Robbie Crawford og Færeyingurinn Brandur Olsen verða ekki með FH-ingum þegar þeir mæta KR-ingum á útivelli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudagskvöldið.

Báðir voru leikmennirnir úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær vegna fjögurra gulra spjalda.

Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals var einnig úrskurðaður í leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og missir af leiknum gegn KA á laugardaginn. Aðrir leikmenn úr Pepsi-deildinni sem verða í banni í næstu umferð eru: Sigurður Arnar Magnússon úr ÍBV og Alex Freyr Hilmarsson leikmaður Víkings í Reykjavík.

mbl.is