Hvaða máli skipta þessir leikir?

Erik Hamrén landsliðsþjálfari.
Erik Hamrén landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef mönnum er ekki sama hvort berjast þarf við Þýskaland eða Bosníu um sæti á næsta Evrópumóti í knattspyrnu karla skipta leikirnir í Þjóðadeildinni mjög miklu máli. Í grunninn er málið svo einfalt.

Fólk hefur skiptar skoðanir á þessari nýju keppni og mikilvægi hennar, en nú þegar Ísland á ekki raunhæfa möguleika á að vinna keppnina felst mikilvægi hennar í því að skapa Íslandi sem besta stöðu fyrir undankeppni EM á næsta ári.

Hvaða máli skipta leikirnir við heimsmeistara Frakka í kvöld og við Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn? Rimman við Frakka er auðvitað „bara“ vináttulandsleikur en í ljósi þess hvernig fór í leikjunum gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði, og að liðið er í ákveðnum breytingafasa vegna komu nýs þjálfara, er hver leikur dýrmætur til að fá svör við ýmsum spurningum. Frakkar eru heimsmeistarar og eins og Erik Hamrén benti á á fjölmiðlafundi í Guingamp í gær er einn aðalkosturinn við að mæta þeim sá að þeir munu sýna Hamrén og hans mönnum alla veikleika Íslands.

Ýmsir andstæðingar væru hentugri ef íslenska liðið þyrfti að endurheimta sjálfstraust, en leikmannahópurinn er það reyndur og búinn að ganga í gegnum það margt saman að ég hef ekki áhyggjur af sjálfstrausti þrátt fyrir úrslit síðustu leikja. Það gera sér allir grein fyrir því hve erfiðum andstæðingum Ísland hefur mætt síðasta árið og þótt það sé slæmt er það ekki hneyksli að hafa ekki unnið neinn þeirra.

Tilgangurinn með leiknum við Sviss á mánudag er hins vegar tvíþættur, eins og í öllum fjórum leikjunum í Þjóðadeildinni, gegn Sviss og Belgíu. Þetta eru alvöruprófraunir fyrir Hamrén og strákana, gegn liðunum í 1. og 8. sæti heimslista FIFA. Svíinn vill nota þessa leiki til að hafa lið sitt sem best undirbúið fyrir undankeppni EM 2020, en hún fer öll fram á næsta ári og hefst í mars.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »