Tvær breytingar á byrjunarliði Íslands

Erik Hamrén þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albaníu í undankeppni EM sem hefst í Elbasan klukkan 18.45.

Emil Hallfreðsson kemur inn í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn fyrir Arnór Ingva Traustason og leikaðferðin breytist úr 4-4-2 í 4-5-1.

Íslenska liðið er þannig skipað:

Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason

Miðjumenn:
Rúnar Már Sigurjónsson
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason

Sóknarmaður:
Jón Daði Böðvarsson

mbl.is