Fjórði ættliðurinn lék gegn Kanada

Stefán Teitur Þórðarson á fullri ferð með 21-árs landsliðinu. Hann …
Stefán Teitur Þórðarson á fullri ferð með 21-árs landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Kanada í fyrrinótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar Stefán Teitur Þórðarson frá Akranesi kom inn á sem varamaður hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í sigurleiknum gegn Kanada, 1:0, í Irvine í Kaliforníu í fyrrinótt var það söguleg stund.

Hann varð þar með fjórði ættliðurinn til að spila með íslenska landsliðinu, allt frá því Þórður Þórðarson langafi hans lék alla 18 landsleiki Íslands á árunum 1951 til 1958.

Þórður skoraði 9 mörk í þessum átján landsleikjum, m.a. tvö fyrstu mörk Íslands í undankeppni stórmóts, sem bæði komu í útileik gegn Belgum í undankeppni HM árið 1957. Lengi vel var það aðeins félagi hans Ríkharður Jónsson sem hafði gert fleiri mörk fyrir Ísland en Þórður lék einmitt fyrsta landsleik sinn 29. júní 1951 þegar Ísland vann Svíþjóð 4:3 og Ríkharður skoraði öll mörkin.

Synir Þórðar, þeir Teitur Þórðarson og Ólafur Þórðarson, gerðu líka garðinn frægan með landsliði Íslands.

Greinin í heild ásamt ættartré Þórðar er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »