Lykilmaður framlengir í Kópavogi

Kristín Dís Árnadóttir í baráttunni við Nadiu Nadim í leik …
Kristín Dís Árnadóttir í baráttunni við Nadiu Nadim í leik Breiðabliks og PSG í Meistaradeildinni síðasta haust. Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik en samningurinn gildir til næstu þriggja ára. Kristín Dís er fædd árið 1999 en hún á að baki 57 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.

Kristín Dís hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands en hún á að baki 29 landsleiki þar sem hún hefur skorað 3 mörk fyrir U19, U17 og U16 ára landsliðin. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks sem endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert