ÍBV semur við fimm erlenda leikmenn

Frá undirskiftinni.
Frá undirskiftinni. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá samningi við sex leikmenn, þar af fimm erlenda, fyrir slaginn hjá kvennaliði félagsins á komandi tímabili. 

Danielle Tolmais kemur frá Lille í Frakklandi, en hún getur spilað sem miðju- og sóknarmaður. Er hún 24 ára og skoraði tvö mörk í 15 leikjum í efstu deild Frakklands á síðust leiktíð.

Hin þýska Hanna Kallmaier lék síðast með Kvarnsvedens í Svíþjóð. Hún lék 11 leiki í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Getur hún bæði leikið í vörninni og á miðjunni. 

Þá hafa þær Olga Sevcova, Eliza Spruntule og Karlina Miksone allar skrifað undir samninga við ÍBV, en þær eru lettneskar landsliðskonur. Voru þær allar í byrjunarliði lettneska liðsins sem mætti því íslenska í október á síðasta ári. 

Þá hefur Birgitta Sól Vilbergsdóttir framlengt samning sinn við ÍBV. Hún er fædd árið 2002 og er uppalin í Ólafsvík. Hefur hún verið hjá ÍBV í tvö ár. 

mbl.is