Á förum eftir stutt stopp í Árbænum?

Harley Willard var á meðal bestu leikmanna 1. deildarinnar síðasta …
Harley Willard var á meðal bestu leikmanna 1. deildarinnar síðasta sumar. mbl.is/Hari

Knattspyrnumaðurinn Harley Willard er að öllum líkindum á förum frá úrvalsdeildarliði Fylkis samkvæmt heimildum mbl.is. Willard kom til Fylkis frá Víkingi Ólafsvík í nóvember á síðasta ári en hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum með Ólsurum í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Fylkir og Víkingur Ólafsvík eiga nú í viðræðum um leikmanninn sem var valinn í lið ársins í 1. deildinni á síðustu leiktíð af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar en hann skrifaði undir samning við Fylki til ársins 2021.

Fylkir hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max-deildarinnar, á síðustu leiktíð en Helgi Sigurðsson hætti með liðið eftir tímabilið og við tóku þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson með Ólaf Inga Skúlason sér til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert