Valur verður Íslandsmeistari 2020

Valsmenn fögnuðu meistaratitlinum 2017 og 2018 og þeir þykja sigurstranglegir …
Valsmenn fögnuðu meistaratitlinum 2017 og 2018 og þeir þykja sigurstranglegir í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu samkvæmt spá Árvakurs sem fjallað er ítarlega um í Morgunblaðinu í dag.

Valur hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, en Hlíðarendaliðið hafði unnið deildina tvö ár í röð, 2017 og 2018. Breiðablik hafnar aftur í öðru sætinu, samkvæmt spánni, en KR-ingar verða að sætta sig við þriðja sætið.

Atkvæði greiddu 29 sérfræðingar frá Morgunblaðinu, mbl.is og K100 en gefin eru 12 stig fyrir efsta sætið, 11 stig fyrir annað sætið o.s.frv.

Niðurstaðan í Pepsi Max-deild karla 2020 verður þessi samkvæmt spánni:

1 Valur - 322 stig
2 Breiðablik - 292 stig
3 KR - 285 stig
4 FH - 256 stig
5 Stjarnan - 246 stig
6 Víkingur R. - 237 stig
7 KA - 155 stig
8 Fylkir - 126 stig
9 ÍA - 125 stig
10 HK - 108 stig
11 Grótta - 67 stig
12 Fjölnir - 43 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert